Laufey Sigurðardóttir fær Menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2020

Velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps hefur samþykkt að Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari í Höfða fái Menningarverðlaun Skútustaðahrepps 2020.

Laufey Sigurðardðóttir.
Laufey Sigurðardðóttir.

Velferðar- og menningarmála-nefnd Skútustaðahrepps hefur samþykkt að Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari í Höfða fái Menningar-verðlaun Skútustaðahrepps 2020.

Í tilkynningu segir að nafnbótin geti hvort sem er hlotnast einstak-lingum, hópi eða félagasamtökum.

Tilnefningar bárust en velferðar- og menningarmálanefnd velur hver hlýtur menningarverðlaun eða viðurkenningu fyrir framúr-skarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum, en er þó ekki bundin af því.

Handhafi menningarverðlauna fær styrk frá sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent.

Í tilnefningu um Laufeyju sagði m.a.: „Í meira en 20 ár hefur hún staðið fyrir tónlistarhátíðinni Músik í Mývatnssveit um páska og gefið okkur Mývetningum tækifæri á að sjá og hlýða á flytjendur á heimsmælikvarða. Tónleikarnir hafa verið fastir í páskadagskránni í Mývatnssveit og hingað hafa komið bæði innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar og söngvarar og flutt verk sem margir hér í Mývatnssveit myndu aldrei annars hafa tækifæri á

að sjá flutt. Hátíðin hefur einnig verið aðdráttarafl fyrir gesti að sækja sveitina heim um páska. Það að geta setið í Skjólbrekku og hlustað á flutning á aríum úr nýjustu íslensku óperunni eða klassískari verk flutt af heimsklassa tónlistarfólki er algjörlega ómetanlegt.”  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744