Latibćr á sviđi í Borgarhólsskóla

Nemendur 7. bekkjar Borgarhólsskóla sýna leikritiđ Latabć ţessa dagana á sal skólans en ţađ er hluti af skólasamkomu vetrarins. Latibćr. sem er eftir

Latibćr á sviđi í Borgarhólsskóla
Almennt - - Lestrar 390

Lilja Björg sem Halla hrekkjusvín.
Lilja Björg sem Halla hrekkjusvín.

Nemendur 7. bekkjar Borgarhólsskóla sýna leikritið Latabæ þessa dagana á sal skólans en það er hluti af skólasamkomu vetrarins. Latibær. sem er eftir Magnús Scheving, er í leikstjórn skötuhjúanna Bibba (Snæbjörns Ragnarssonar) og Önnu Beggu (Önnu Bergljótar Thorarensen). 

 

  Þetta er mjög skemmtileg sýning og ljóst að ekki þarf að kvíða skorti á leikurum hér í bæ í framtíðinni. Það er árviss viðburður að nemendur 7. bekkjar sýni leikrit og safni þannig fyrir skólaferðalagi að Reykjum í Hrútafirði sem farið er í að vori. 

 

  Á skólasamkomunni voru fleiri atriði en Latibær. Nemendur 1. bekkjar sýndu dansa, barnakór söng nokkur lög undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur, Marimbatónlist var leikin undir stjórn Líne Verner og Arnór Ingi Heiðarsson lék eitt lag á gítar.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744