Læra heilsunudd í FSH

Haustið 2018 bauð Framhaldsskólinn á Húsavík í fyrsta skipti upp á nám við nýja heilsunuddarabraut í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla.

Læra heilsunudd í FSH
Almennt - - Lestrar 526

Helga Björg með nemendum sínum.
Helga Björg með nemendum sínum.

Haustið 2018 bauð Framhaldsskól-inn á Húsavík í fyrsta skipti upp á nám við nýja heilsunuddarabraut í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. 

Skipulag samstarfs FSH og FÁ er með þeim hætti að hluti námsins frem fram í dagskóla eða lotum í FSH en annað nám fer fram í fjarnámi.

Í byrjun september sl. kom sá hópur saman í fyrsta skipti í FSH til þess að hefja verklegt nám sem Helga Björg Sigurðardóttir heilsunuddari og jógakennari leiðir. 

Að sögn Helgu Bjargar er kennt aðra hverja helgi frá föstudegi til sunnudags og hafa nemendur sett skemmtilegan svip á bæinn auk þess sem margir bæjarbúar hafa komið upp í FSH og þegið nemanudd að undanförnu.

"Nemendurnir eru fæstir búsettir á Húsavík og koma t.d frá Breiðdalsvík og Raufarhöfn en flestir koma þeir frá Akureyri. Aldursbilið er líka breitt og eru um fjörutíu ár á milli yngsta og elsta nemandans og sannast að aldur skiptir engu máli nema þú sért ostur". Sagði Helga Björg við tíðindamann 640.is þegar hann leit við í skólanum um sl. helgi.

Þetta var lokahelgin hjá hópnum á þessari önn og voru nemendur að skila verkefnum og starfskenningum og próf framundan í klassísku nuddi. Námið er þó bara rétta að byrja og á þessi skemmtilegi hópur eftir að setja svip sinn á bæinn næstu tvö árin. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Helga Björg heilsunuddari og jógakennari með nemendum sínum um sl. helgi.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744