13. jún
Kvennahlaupið fer fram á morgunÍþróttir - - Lestrar 303
Á morgun, laugardaginn 14. júní, fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 25. sinn.
Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 85 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis. Undanfarin ár hafa þátttakendur í hlaupinu verið í kringum 15 þúsund. Sjóvá hefur verið aðal styrktaraðili hlaupsins frá árinu 1993 og stutt hlaupið myndarlega.
Hlaupið á Húsavík hefst kl. 11 en konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vefnum www.kvennahlaup.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.