Kvenfélagið Aldan styrkir HSN í Þingeyjarsýslum

Nú nýverið barst Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum veglegur styrkur frá Kvenfélaginu Öldunni á Tjörnesi.

Nú nýverið barst Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum veglegur styrkur frá Kvenfélaginu Öldunni á Tjörnesi.
 
Upphæð styrksins nemur 2 milljónum króna sem kvenfélagskonur hafa aflað með hinum ýmsu fjáröflunarleiðum.
 
Helst ber að nefna tekjur af erfidrykkjum sem Kvenfélagið hefur boðið uppá á. Einnig hefur Aldan haldið jólabasara, sumar- og aðventukaffi sem hafa skilað félaginu tekjum.
 
Kvenfélagið telur um 20 virka meðlimi og hefur félagið lagt sig fram við að styrkja góðgerðarstarf á svæðinu.
Kvenfélagið reynir líka að gera vel við sínar kvenfélagskonur, þar sem starfsemin byggist á þeim.
 
Ákveðið hefur verið að nýta styrkupphæðina til kaupa á nýjum og fullkomnum lífsmarkamæli og einu sjúkrarúmi fyrir starfsstöð HSN á Húsavík.
 
Aðsend mynd
 
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Daníel Borgþórsson stjórnarformaður Styrktarfélagsins hitti kvenfélagskonurnar Laufeyju Jóhannsdóttur og Erlu Bjarnadóttur til að þakka fyrir veittan stuðning.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744