Kvenfélag Aðaldæla gefur HSN á Húsavík flatskjái

Kvenfélagskonurnar Sigrún Marinósdóttir og Þórdís Jónsdóttir frá Kvenfélagi Aðaldæla komu með góða gjöf til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík í

Jón Helgi ásamt Sigrúnu og Þórdísi við gjafirnar.
Jón Helgi ásamt Sigrúnu og Þórdísi við gjafirnar.

Kvenfélagskonurnar Sigrún Marinósdóttir og Þórdís Jónsdóttir frá Kvenfélagi Aðaldæla komu með góða gjöf til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík í síðustu viku nóvembermánaðar.

Höfðu þær meðferðis 10 flatskjái og heyrnartól að gjöf frá Kvenfélaginu. Fyrirtækin Víkurraf og Heimilistæki studdu við þessa höfðinglegu gjöf með því að fella niður alla álagningu á umræddum tækjum.

Forstjóri HSN,  Jón Helgi Björnsson tók við gjöfunum og þakkaði kærlega fyrir. Tækin koma sér sérlega vel og koma í stað gamalla túpu sjónvarpa sem eru komin á síðasta snúning. Ómetanlegt er fyrir HSN að njóta velvilja sem þessa og kann stofnunin kvenfélaginu bestu þakkir. (heilhus.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744