KvEnduro hópurinn hjólar á Húsavík

Á þriðjudaginn 24. júlí ætlar KvEnduro, hópur fjallahjólakvenna frá Akureyri og nágrenni, að heimsækja Húsavík og nærliggjandi svæði undir leiðsögn MTB

KvEnduro hópurinn hjólar á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 670

Á þriðjudaginn 24. júlí ætlar KvEnduro, hópur fjallahjólakvenna frá Akureyri og nágrenni, að heimsækja Húsavík og nærliggjandi svæði undir leiðsögn MTB Húsavík.

Nú þegar hafa nokkrar húsvískar konur boðað þátttöku sína en allar konur sem hafa áhuga eru hvattar til að koma með!


KvEnduro hópurinn hefur starfað á Akureyri síðan 2016, er einn fjölmennasti áhugamannahópur fjallahjólreiða á Íslandi og sífellt bætist í. Stelpurnar hjóla saman að minnsta kosti einu sinni í viku yfir sumarmánuðina en frá upphafi hefur áhersla verið lögð á að allar konur geti tekið þátt óháð reynslu af fjallahjólreiðum. Aðalmálið er að hafa gaman og njóta þess að hjóla saman.

Ferðinni lýkur svo í mat og með því á vel völdum stað á Húsavík og gera má ráð fyrir góðu stuði.

Áhugasömum konum er bent á að hafa samband við Elínu Ólafsdóttur á netfangið eaolafs@gmail.com eða í síma 868-2358.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744