Kristján Ingi ráđinn til stéttarfélaganna

Nýlega auglýstu stéttarfélögin eftir ţjónustufulltrúa á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Kristján Ingi ráđinn til stéttarfélaganna
Almennt - - Lestrar 424

Ađalsteinn Árni og Kristján Ingi.
Ađalsteinn Árni og Kristján Ingi.

Nýlega auglýstu stéttarfélögin eftir ţjónustufulltrúa á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Alls bárust 21 umsókn um starfiđ sem sýnir vel áhuga fólks á ţví ađ starfa fyrir félagsmenn ađildarfélaga skrifstofunnar.

Um er ađ rćđa mjög áhugaverđar og góđar umsóknir sem flestar standast kröfur stéttarfélaganna um starfiđ.

Á heimasíđu stéttarfélaganna segir ađ félögin hafi komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ráđa Kristján Inga Jónsson í starfiđ en hann er fćddur áriđ 1973. Kristján Ingi hefur starfađ viđ Öxarfjarđarskóla í rúmlega 20 ár viđ kennslu og leiđsögn auk ţess ađ vera trúnađarmađur starfsmanna skólans til fjölda ára enda áhugamađur um verkalýđsmál. Ţá hefur hann haft yfirumsjón međ tölvu- og kerfisstjórn skólans.

Áđur en Kristján Ingi hóf störf í Öxarfjarđarskóla starfađi hann viđ krefjandi verslunar- og ţjónustustörf auk ţess ađ starfa m.a. hjá Geflu á Kópaskeri, Landssímanum og Silfurstjörnunni. Ţá hefur hann komiđ ađ kennslu fyrir Ţekkingarnet Ţingeyinga er varđar almenna tölvunotkun. Hann hefur ţví viđtćka reynslu af vinnumarkađinum og komiđ víđa viđ.

Kristján Ingi hefur góđa tölvu- og tungumálakunnáttu sem á eftir ađ reynast honum vel í starfi enda fjölgar erlendum starfsmönnum hratt sem koma til vinnu á félagssvćđi stéttarfélaganna. Ţá hefur Kristinn Ingi veriđ mjög virkur í félagsstarfi sem er mikill kostur. Sem dćmi má nefna ađ hann er formađur björgunarsveitarinnar Núpa og sat í stjórn Öxarfjarđardeildar Rauđa kross Íslands til margra ári. Í dag situr hann í Neyđarvarnanefnd Rauđa krossins í Ţingeyjarsýslum auk ţess ađ vera á útkallsskrá hjá slökkviliđi Norđurţings.

Kristján Ingi útskrifađist á sínum tíma frá Menntaskólanum á Akureyri sem stúdent af félagsfrćđabraut. Síđar stundađi hann nám viđ Iđnskólann í Reykjavík og viđ Kennaraháskóla Íslands auk ţess sem hann klárađi grunnnám í sjúkraflutningum frá Sjúkraflutningaskólanum áriđ 2018.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744