05. apr
Kristján Davíđ og Kristján Ingi sýslumeistarar í skólaskák 2017Íţróttir - - Lestrar 399
Kristján Davíđ Björnsson úr Stórutjarnaskóla og Kristján Ingi Smárason úr Borgarhólsskóla urđu sýslumeistarar í skólaskák í dag ţegar sýslumótiđ fór fram á Laugum.
Kristján Davíđ vann alla sína andstćđinga í eldri flokki og endađi međ 4 vinninga í 1. sćti. Snorri Már Vagnsson varđ í 2. sćti međ 3 vinninga og Ari Ingólfsson varđ í 3. sćti međ 2 vinninga. Tefldar voru skákir međ 15 mín umhugsunartíma á mann í eldri flokki.
Lokastađan í eldri flokki.
- Kristján Davíđ Björnsson 4 af 4
- Snorri Már Vagnsson 3
- Ari Ingólfsson 2
- Stefán Bogi Ađalsteinsson 1
- Heiđrún Harpa Helgadóttir 0
Kristján Ingi Smárason vann sigur í yngri flokki međ 4 vinninga af 5 mögulegum. Eyţór Rúnarsson varđ í 2. sćti međ 3,5 vinninga og bróđir hans Ívar Rúnarsson, varđ í 3. sćti međ 3 vinninga. Tefldar voru 5 umferđir í yngri flokki eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín á skák.
Lokastađan í yngri flokki:
- Kristján Ingi Smárason 4 af 5
- Eyţór Rúnarsson 3,5
- Ívar Rúnarsson 3
- Pétur Friđrik Jónsson 3
- Halldór Björke Helgason 3
- Magnús Máni Sigurgeirsson 2,5
- Ingţór Tryggvi Ketilsson 2,5
- Marge Alavere 2,5
- Björn Rúnar Jónsson 1
Ţrír efstu í báđum flokkum unnu sér keppnisrétt á Kjördćmismótinu í skólaskák sem fer vćntanlega fram síđasta vetrardag, 19. apríl á Laugum.