Kristín ÞH aflahæst í bátaflokki á síðasta fiskveiðiári

Línubáturinn Kristín ÞH 157 frá Húsavík gerði það gott á síðasta fiskveiðiári en hún fiskaði 4.177 tonn samanborið við 3.300 tonn árið á undan.

Kristín ÞH 157.
Kristín ÞH 157.

Línubáturinn Kristín ÞH 157 frá Húsavík gerði það gott á síðasta fiskveiðiári en hún fiskaði 4.177 tonn samanborið við 3.300 tonn árið á undan. Kristín, sem er í eigu Vísis hf.,  varð aflahæst í bátaflokknum en þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag.

 

Línubátarnir Páll Jónsson GK 7 og Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 sem einnig eru í eigu Vísis hf. komu næst á eftir Kristínu. Páll með 3.913 tonn en Jóhanna fiskaði 3.848 tonn. Vísisbátarnir Sighvatur GK 57 og Fjölnir SU 57 voru í 5. og 7. sæti, Sighvatur fiskaði 3.514 tonn og Fjölnir sem er minnstur bátanna fiskaði 3.201 tonn.

Kristín og Sighvatur hafa landað á Húsavík að undanförnu og voru hér báðir hér í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin er Kristín lét úr höfn nú síðdegis.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744