Krakkafréttir hefjast á RÚV mánudaginn 2. nóvember

Mánudaginn 2. nóvember hefst nýr fréttatengdur þáttur fyrir börn, Krakkafréttir, á RÚV. Þátturinn verður á dagskrá mánudaga til fimmtudaga kl. 18:50.

Krakkafréttir hefjast á RÚV mánudaginn 2. nóvember
Fréttatilkynning - - Lestrar 253

Guðmundur Björn og Ísgerður Elfa.
Guðmundur Björn og Ísgerður Elfa.

Mánudaginn 2. nóvember hefst  nýr fréttatengdur þáttur fyrir börn, Krakkafréttir, á RÚV. Þátturinn verður á dagskrá mánudaga til fimmtudaga kl. 18:50.

Umsjónarmenn þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.


Í Krakkafréttum er fjallað um málefni líðandi stundar á auðskilinn og greinargóðan hátt og heimsfréttirnar settar í samhengi við veruleika íslenskra barna. Tekið er á stóru málunum og þau krufin og útskýrð á þann hátt að allir skilji. Menningu og listum eru gerð góð skil í Krakkafréttum ásamt íþróttum, vísindum o.fl.

Mikil áhersla er lögð á að raddir barna heyrist í Krakkafréttum og verður innsendu efni frá börnum gert hátt undir höfði. Á vefsvæði Krakkafrétta á KrakkaRÚV.is er á einfaldan hátt hægt að deila myndskeiðum og ljósmyndum og senda inn hugmyndir að umfjöllunarefni. Þannig geta allir krakkar hjálpað til við móta frábæran fréttaþátt fyrir krakka.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744