11. des
Konur stjórna STH - Helga Þuríður formaðurAlmennt - - Lestrar 320
Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn í gærkvöldi og mættu 35 manns á fundinn sem heppnaðist mjög vel.
Töluverðar breytingar urðu á stjórn félagsins á þann veg að Helga Þuríður Árnadóttir var kosinn formaður, Helga Eyrún Sveinsdóttir gjaldkeri, Jóhanna Björnsdóttir ritari og meðstjórnendur Guðrún Ósk Brynjarsdóttir og Berglind Erlingsdóttir.
Jóhanna Björnsdóttir og Berglind Erlingsdóttir koma nýjar inn í stjórn í stað Ásu Gísladóttur og Stefáns Stefánssonar en þau gáfu ekki kost á sér áfram til stjórnunarstarfa fyrir félagið. Þau hafa lengi starfað fyrir Starfsmannafélagið og voru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Í því sambandi má geta þess að Stefán hefur verið formaður félagins í um 20 ár. (framsyn.is)
Formannaskipti, Helga Þuríður tók við sem formaður STH í gær af Stefáni Stefánssyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Kristján Þór Mgnússon sveitarstjóri kom á fundinn og heiðraði tvo heiðursmenn, Emil Guðmundsson og Hreinn Einarsson en þeir störfuðu báðir lengi hjá Húsavíkurbæ og síðar Norðurþing en hafa nú látið af störfum.