Könnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar veitt í fyrsta sinn

Tilkynnt var um verđlaunahafa Könnunarverđlauna Leifs Eiríkssonar á blađamannafundi á Húsavík í dag, en ţetta er í fyrsta sinn sem verđlaunin eru veitt.

Frá blađamannafundinum í Könnunarsögusafninu.
Frá blađamannafundinum í Könnunarsögusafninu.

Tilkynnt var um verđlaunahafa Könnunarverđlauna Leifs Eiríkssonar á blađamannafundi á Húsavík í dag, en ţetta er í fyrsta sinn sem verđlaunin eru veitt.

Frá blađamannafundinum

Frá blađamannafundinum í morgun. Fv. Marina Rees, úr verkefnisstjórn  Explorers Festival á Húsavík 2016,Örlygur Hnefill Jónsson, formađur stjórnar safnsins, Arnar Ómarsson, listrćnn stjórnandi Explorers Festival á Húsavík 2016 og Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri.

Verđlaunin eru veitt í ţremur flokkum og hlaut tunglfarinn Harrison Schmitt ađalverđlaunin fyrir rannsóknarvinnu sína á tunglinu áriđ 1972. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti honum verđlaunin fyrir hönd safnsins er hann var hér á landi í sumar.
 
Ástralska siglingakonan Jessica Watson hlaut verđlaunin í flokki ungra landkönnuđa undir 35 ára aldri fyrir 210 daga siglingu sína umhverfis hnöttinn á suđurhveli áriđ 2010, en hún lauk hringferđ sinni ţrem dögum fyrir 17 ára afmćli sitt. Er hún yngst til ađ hafa siglt umhverfis jörđina án ţess ađ stöđva og án ađstođar. 
 
Í flokki sagnfrćđinga hlaut verđlaunin Dr. Huw Lewis-Jones frá Bretlandi, en hann hefur skrifađ fjölda bóka um könnunarleiđnagra og hefur í vinnu sinni lagt sérstaka áherslu á leiđangra um heimskautasvćđin. Mun hann leiđa dómnefnd nćstu verđlauna sem veitt verđa haustiđ 2016. Ađrir međlimir dómnefndar nćsta árs voru jafnframt kynntir og eru ţađ ţau Air Trausti Guđmundsson, Francesco Perini, Giuditta Gubbi og Vilborg Arna Gissurardóttir. Verđa verđlaun nćsta árs afhent í loks ţriggja daga hátíđar sem fram fer á Húsavík á nćsta ári.
 
Í lok fundar var kynnt viđbygging viđ safniđ og bygging eftirgerđar tunglferju, en hún verđur afhjúpuđ voriđ 2019, en á ţví ári verđa 50 ár frá fyrsta flugi tunglferju í Apollo 9 og jafnframt 50 ár frá lendingu Neil Armstrong og Buzz Aldrin á tunglinu í slíku fari. Er verkefniđ unniđ í samstarfi viđ geimfarana sjálfa sem eru mjög ánćgđir ađ sjá ţessari sögu haldiđ á lofti á Íslandi.
 
Harri­son Schmitt og Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
"Sú reynsla sem Apollo geimfararnir fengu hér á Íslandi skipti sköpum í jarđfrćđiţjálfun ţeirra og rannsóknum á tunglinu. Fjölbreytt jarđfrćđi landsins líkist um margt flókinni jarđfrćđi yfirborđs tunglsins," sagđi Harrison Schmitt, en hann er eini vísindamađurinn sem hefur gengiđ á yfirborđi tunglsins. 
 
Jesssica Watson
"Ţađ var forvitnin sem dróg mig af stađ í ferđ mína umhverfis heimin. Ég vildi vita og sýna ađ ég gćti gert ţetta. Ég vildi líka sýna hvađ ungt fólk getur, sér í lagi ungar stelpur og konur," segir Jessica Watson, sem hlaut verđlaunin í flokki 35 ára og yngri. 
 
Dr. Huw Lew­is-Jo­nes
Dr. Huw Lew­is-Jo­nes.

Myndir: úr safni The Exploration Museum
Mynd međ forseta Íslands: The Exploration Museum / Andri Marinó
 
Hér ađ neđan er kynning á verđlaunahöfunum.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744