Könnunarsafniđ opnar sýningu um konur í landkönnun

Sumarsýning Könnunarsafnsins á Húsavík opnar í dag, en hún ber nafniđ Óttalausar og fjallar um konur í landkönnun, frá 17. öld fram til dagsins í dag.

Könnunarsafniđ opnar sýningu um konur í landkönnun
Fréttatilkynning - - Lestrar 344

Sumarsýning Könnunarsafnsins á Húsavík opnar í dag, en hún ber nafniđ Óttalausar og fjallar um konur í landkönnun, frá 17. öld fram til dagsins í dag. 

Sýningin segir sögur sex kvenna sem unniđ hafa afrek á sviđi landkönnunar og vísinda, auk ţess sem 50 konur til viđbótar eru á myndum í sýningunni. 

Bessie Coleman
Bessie Coleman var fyrsta ţeldökka flugkonan.
 
"Könnunarsagan er mikiđ til saga karla, skrifuđ af körlum. Ţví er sérstaklega ánćgjulegt ađ ţrjár ungar konur hafi hannađ ţessa metnađarfullu sýningu um 56 brautryđjendur sem vert er ađ segja frá", segir Örlygur Hnefill Örlygsson safnstjóri Könnunarsafnsins. Hann segir sýninguna ţá mikilvćgustu sem safniđ hefur sett upp til ţessa.

Höfundar sýningarinnar eru Loďsŕ Vernieres frá Frakklandi, Sarah Brown frá Bandaríkjunum og Anna-Lena Winkler frá Ţýskalandi, en ţćr hafa allar heillast af landkönnun og landkönnuđum frá unga aldri. 

Sýningin opnar formlega kl. 15.30 og er öllum gestum hátíđarsamkomu stéttarfélagsins Framsýnar bođiđ á opnunina og gildir rauđi miđi stéttarfélaganna sem ađgöngumiđi. Sýningin verđur opin til 20. október n.k.
 
óttalausar
 
Loďsŕ Vernieres, Sarah Brown og Anna-Lena Winkler höfundar sýningarinnar.
Ljósmynd: Sam Finley.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744