07. feb
Komu manni í sjálfheldu á Krossöxl til bjargarAlmennt - - Lestrar 228
Björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar í Norðurlandi voru kallaðar út um klukkan fimm í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Krossöxl ofan Ljósavatns.
Fjallið er mjög bratt, kjarri vaxið og erfitt yfirferðar, ekki síst í myrkri. Manninum tókst að gefa björgunarsveitamönnum ljósmerki sem auðveldaði leitina að honum til muna, en hann hafði lagt á fjallið frá áningastað við Ljósavatn.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að maðurinn hafi ekki verið búinn til fjallgöngu og var orðið kalt þegar fjallabjörgunarmenn komu að honum í rúmlega 500 metra hæð, en óslasaður.