Komu glaðir heim eftir vel heppnað mót

Stórmót ÍR var haldið um helgina og komu keppendur HSÞ heim glaðir og ánægðir eftir vel heppnað mót.

Komu glaðir heim eftir vel heppnað mót
Íþróttir - - Lestrar 410

Keppendur HS ásamt Bróa þjálfara.
Keppendur HS ásamt Bróa þjálfara.

Stórmót ÍR var haldið um helgina og komu keppendur HSÞ heim glaðir og ánægðir eftir vel heppnað mót.

Ferðin hófst á föstudag en farið var með rútu frá Fjallasýn um kl. 13:30 frá Húsavík. Með í för voru 20 keppendur, 2 fararstjórar, 2 þjálfarar og 2 foreldrar. Ferðin suður gekk afar hægt vegna hálku og hvassviðris en krakkarnir voru mjög þolinmóð og góð þrátt fyrir það. Það var bæði sungið og farið í spurningaleiki. Þá var einnig horft á margar DVD myndir til að drepa tímann. Komið var í farfuglaheimililið í Laugardal um kl. 23 eftir níu og hálfan tíma frá Húsavík.

Það var góður andi í hópnum og keppnin gekk vel. Margir að bæta sinn persónulega árangur, örfá héraðsmet féllu og hópurinn kom heim með 3 gull, 8 silfur og 3 brons. 

Verðlaunasætin voru:

Atli Barkarson varð annar í 60 m hlaupi, annar í hástökki og annar í langstökki í 11 ára flokki stráka.

Óskar Ásgeirsson varð þriðji í 60 m hlaupi í 12 ára flokki stráka.

Brynjar varð annar í 60 m hlaupi og annar í 200 m hlaupi í flokki 15 ára pilta. Hann setti einnig nýtt héraðsmet í 200 m þegar hann hljóp á 25,05.

Dagbjört Ingvarsdóttir varð önnur í langstökki 16-17 ára.

Elvar Baldvinsson varð fyrstur í 60 m grind og hástökki, hann varð annar í kúlu og þriðji í langstökki í flokki 15 ára pilta.

Jana Björg Róbertsdóttir varð fyrst í 800 m hlaupi í 15 ára flokki stúlkna.

Hjörvar Gunnarsson varð þriðji í 400 m hlaupi í 16-17 ára pilta.

Auður Gauksdóttir varð í 2-3 sæti í hástökki 15 ára stúlkna.

Auk þess voru margir ofarlega í sínum aldursflokkum þó þau hafi ekki náð verðlaunasætum. Hafdís og Hlynur settu nýtt héraðsmet í 600 m hlaupi í 13 ára flokkum stúlkna og pilta. Og eins og áður sagði voru margir að bæta sinn persónulega árangur og umfram allt höfðu allir gaman af.

Á laugardagskvöldið sló hópurinn saman í pizzuhlaðborð og sumir horfðu á mynd á meðan aðrir voru að spjalla.

Lagt af stað til baka um kl 4 á sunnudag og heimferðin gekk fljótt og vel fyrir sig enda vegir orðnir auðir.  

Til hamingju krakkar með góðan árangur og skemmtilegt mót. (123.is/hsth)

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744