Klúbbmeistarar 2016

Um helgina lauk meistaramóti Golklúbbs Húsavíkur. Á hverju ári fer fram meistaramót hjá hverjum golfklúbbi þar sem spilaðar eru 18 holur á dag í fjóra

Klúbbmeistarar 2016
Íþróttir - - Lestrar 551

Klúbbmeistari Golfklúbbs Húsavíkur 2016
Klúbbmeistari Golfklúbbs Húsavíkur 2016

Um helgina lauk meistaramóti Golklúbbs Húsavíkur. Á hverju ári fer fram meistaramót hjá hverjum golfklúbbi þar sem spilaðar eru 18 holur á dag í fjóra daga hjá körlum og tvo hjá konum. Leikinn er höggleikur hjá körlum án forgjafar og punktakeppni hjá konum og öldungum með forgjöf.

Mótið hófst síðastliðinn miðvikudag og voru klúbbmeistarar krýndir í grillveislu núna um helgina. Keppt var fjórum flokkum, öldunga- og kvennaflokki og 1. og 2. flokki karla. Klúbbmeistari í karlaflokki var Karl Hannes Sigurðsson sem spilaði á 307 höggum og Jóhanna Guðjónsdóttir í kvennaflokki sem fékk 63 punkta.

Ég setti markið á þetta fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði aftur í golfi“, segi Karl Hannes eða Sonni eins og hann er kallaður. Hann bætir því við að það sé alltaf gaman í golfi og aldrei of seint að byrja. 

Sonni klúbbmeistari Golfklúbbs Húsavíkur.

Gunnlaugur Stefánsson sigraði í 2. flokki.

Jóa sigraði í kvennaflokki.

Sighvatur Karlsson var eini keppandinn í öldungaflokki og sigraði.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744