Kistan - Atvinnu- og nýsköpunarsetur opnar á Þórshöfn

Þann 16. maí síðastliðinn opnaði Kistan, atvinnu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn.

Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri.
Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri.

Þann 16. maí síðastliðinn opnaði Kistan, atvinnu- og nýsköpunar-setur á Þórshöfn.

Kistan er í eigu Langanesbyggðar og hefur það markmið að mynda á Þórshöfn metnaðarfullt samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki.

Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis. 

Sigríður Friðný Halldórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Kistunnar en fjölmenni var við opnunina og greinilega mikill kraftur sem býr í fólkinu á svæðinu. (ssne.is)

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744