Kátir íslenskunemar á Raufarhöfn

Í fyrradag lauk 30 stunda íslenskunámskeiði Þekkingarnets Þingeyinga á Raufarhöfn.

Kátir íslenskunemar á Raufarhöfn
Almennt - - Lestrar 205

Nemendurnir ásamt Silju kennara sínum. hac.is
Nemendurnir ásamt Silju kennara sínum. hac.is

Í fyrradag lauk 30 stunda íslenskunámskeiði Þekkingarnets Þingeyinga á Raufarhöfn.

Á heimasíðu ÞÞ segir að sex áhugasamir nemendur hafi setið námskeiðið en þeir koma frá Búlgaríu og Rúmeníu.

Kennari var Silja Jóhannesdóttir og stunduðu nemendur nám á þremur getustigum; íslensku 1A, 1B og 2A.  

Boðið var upp á góðar veitingar í síðasta tímanum og fengu nemendur viðurkenningarskjöl að lokum.(hac.is)

Íslenskunámskeið á Raufarhöfn,


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744