Karen Mist ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

Karen Mist Kristjánsdóttir.
Karen Mist Kristjánsdóttir.

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefna-stjóri Græns iðngarðs á Bakka. 

Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.   

Í fréttatilkynningu segir:

Karen er lífferlatækniverk-fræðingur og hefur verið búsett í Danmörku síðustu misseri. Hún starfaði síðast sem sölustjóri hjá Alumichen þar sem verkefni hennar lutu meðal annars að búnaði og ferlum í tengslum við vatnshreinsun, endurnýtingu vatns, úrgangs og annarra auðlinda auk þess sem hún var teymisstjóri.

Karen hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og samvinnu með hagsmunaaðilum og fyrirtækjum í verkefnum m.a. í tengslum við uppbyggingu umhverfisvænna ferla og endurnýtingu hráefna.

Starf verkefnastjóra var auglýst þann 8. nóvember  sl. og voru fimmtán umsækjendur um starfið. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningarþjónustuna Mögnum á Akureyri.

Karen er Akureyringur fædd 1989 en hefur búið í Danmörku sl. 14 ár þar sem hún dvaldi með fjölskyldu sinni við nám og störf. Hún er gift Einari Sigþórssyni og saman eiga þau tvö börn.

Karen mun hefja störf 1. febrúar nk, starfsstöðin verður á Húsavík en hún mun vinna í teymi með Eimi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744