Kaldasti dagur ársins í gær - Fór niður í -29 gráður í SvartárkotiAlmennt - - Lestrar 332
Það var sérlega kalt norðaustan-lands í gær þar sem mest fréttist af -29,0 stigum í Svartárkoti í Bárðardal.
Fram kemur á veðurbloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings að föstudagurinn 29. desember sé kaldasti dagur ársins til þessa á landinu í heild.
Frostið í Svartárkoti í gær er það mesta sem vitað er um á landinu 29. desember og er því svokallað landsdægurlágmark.
Meiri fróðleikur er að finna á veðurblogginu en hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í gær. Með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Það var fimbulkuldi við Goðafoss í gær en á Vísindavefnum segir að orðið fimbulkuldi sé sett saman úr fyrri liðnum fimbul- og kuldi. Fimbul- er svonefndur herðandi forliður og merkir ‘ógnar-, regin-’. Fimbulkuldi er þess vegna ógnarkuldi.
Í Aðaldal.
Kuldalegt við Skjálfanda.
Húsavíkurhöfn.
Á Húsavík. Mynd Gaukur Hjartarson.
Þeistareykir. Mynd Hreinn Hjartarson.