KA leiðir í Fjallalambsdeildinni

Síðastliðinn laugardag fór fram á Húsavík 3. umferðin í Fjallalambsdeildinni í blaki.

KA leiðir í Fjallalambsdeildinni
Íþróttir - - Lestrar 290

Síðastliðinn laugardag fór fram á Húsavík 3. umferðin í Fjallalambsdeildinni í blaki.

Liðin hafa verið í góðri pásu yfir hátíðirnar og mættu öflug til leiks á nýju ári.

KA menn frá Akureyri höfðu allt að vinna í þessari umferð þar sem þeir höfðu unnið fyrstu tvær umferðirnar og voru því í góðri stöðu á toppi deildarinnar áður en keppnin hófst.

Það er óhætt að segja að leikmenn komu vel undan jólafríinu því liðin spiliðu oft á tíðum alveg hörkublak og leikir milli efstu liða voru spennandi og skemmtilegir. Stemningin var líka góð á Húsavík og margt var af áhorfendum.
 
 
Eftir harða keppni kom það svo í hlut heimaliðs Völsungs og fyrrnefndra KA manna að leika til úrslita á mótinu og úr varð hörkuleikur sem KA vann naumlega 2 – 0 þar sem hrinurnar enduðu 18 – 21 og 20 – 21 og fylgja KA þar með eftir góðum árangri úr fyrstu tveim umferðunum.
 
Rimar tryggðu sér síðan 3. sætið með því að leggja Hyrnuna með 1 stigs mun í hörkuleik.
 
Staðan í deildinni eftir þessar þrjár umferðir er þá þannig:
 
KA 19 stig
Völsungur – 13 stig
Rimar – 10 stig
Hyrnan – 6 stig
Snörtur – 3 stig

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744