Jóna Björg ráðin til Norðurþings

Jóna Björg Arnarsdóttir hefur verið ráðinu í starf fulltrúa í launavinnslu og bókhald á fjármála- og bókhaldssviði Norðurþings.

Jóna Björg ráðin til Norðurþings
Almennt - - Lestrar 235

Jóna Björg Arnarsdóttir.
Jóna Björg Arnarsdóttir.

Jóna Björg Arnarsdóttir hefur verið ráðinu í starf fulltrúa í launavinnslu og bókhald á fjármála- og bókhaldssviði Norðurþings.

Jóna Björg er með stúdentspróf úr háskólagátt Háskólans á Bifröst og hefur þekkingu á launavinnslu og reynslu af vinnu við bókhald auk þess að hafa rekið eigið fyrirtæki.

Jóna Björg hefur sinnt margvíslegum og fjölbreyttum störfum á liðnum árum og mun reynsla hennar koma að góðum notum í starfi fulltrúa við launavinnslu og bókhald hjá Norðurþingi.

Í tilkynningu segir að Jóna Björg muni hefja störf nk. mánudag.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744