Jón lærði og náttúrur náttúrunnar – upplestur og höfundarspjallFréttatilkynning - - Lestrar 488
Viðar Hreinsson ferðast um Norðurland og les upp úr nýútkominni bók sinni „Jón lærði og náttúrur náttúrunnar“.
Á Húsavík les Viðar upp úr bókinn í Safnahúsinu, þriðju hæð kl 14:00 föstudaginn 2. desember.
Í bókinni er fjallað um Jón Guðmundsson lærða (1574–1658), sem var skáld, fræðimaður, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, bóndi, sjómaður, málari, tannsmiður, sjálflærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands. Jón var ofsóttur um hríð vegna afhjúpandi skrifa sinna um Baskavígin 1615 og um miðjan aldur var hann sakaður um galdur og dæmdur í útlegð.
Viðar hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar um Bjarna Þorsteinsson og Stephan G. Stephansson. Ævisaga hans um Stephan, sem einnig er til í enskri gerð, hlaut tilnefningar og verðlaun bæði á Íslandi og vestanhafs.
Gagnrýnendur hafa hælt Jóni lærði og náttúrum náttúrunnar við hvert reipi síðustu daga:
„Óskaplega spennandi afrakstur margra ára rannsókna Viðars á þessum huldumanni í íslenskri menningarsögu.“
Jón Yngvi Jóhannsson, Víðsjá
„Sú bók sem hefur slegið mig sem glæsilegasta verkið er tvímælalaust Jón lærði, því það er ekki bara stór og fræðilegur ævisöguhnullungur heldur alveg einstaklega fallegur gripur.
Þorgeir Tryggvason, Víðsjá
„Ein af stórtíðindum þessarar bókavertíðar sem er ævisaga Jóns lærða eftir Viðar Hreinsson, gríðarlega stór og víðfeðm bók“
Egill Helgason, Kiljan
„Ævisaga ársins“
Þorgeir Tryggvason, Starafugl