Jón Kristinn hafði fáheyrða yfirburðiÍþróttir - - Lestrar 352
Jón Kristinn Þorgeirsson hafði fáheyrða yfirburði í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák. Jón Kristinn vann alla ellefu andstæðinga sína!
Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti keppandinn, varð annar með 8 vinninga og Símon Þórhallsson varð þriðji með 7,5 vinning. Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson urðu efstir og jafnir í eldri flokki og tefla úrslitaeinvígi um titilinn síðar í maí. Dagur Kjartansson og Emil Sigurðarson urðu í 3.-4. sæti og fékk Dagur þriðja sætið á stigum.
Jón Kristinn vann mótið annað árið í röð. Árangur Símons kom verulega skemmtilega á óvart en hann sló við mörgum mun stigahærri skákmönnum. Símon flutti til Akureyrar fyrir um ári síðan og hefur bætt sig gífurlega á þeim tíma. Jón Kristinn og Símon eru bekkjarbræður í Lundarskóla.
Miklu meiri spennan var í eldri flokki. Þar skiptust menn á forystu. Skólabræðurnir Oliver Aron og Dagur Ragnarsson komu jafnir í mark en Oliver vann Dag Kjartansson í lokaumferðinni, en Dagur Kjartansson var efstur fyrir hana.
Lesa má meira um mótið á heimasíðu Goðans