Jón Hrói nýr sveitarstjóri Ţingeyjarsveitar

Jón Hrói Finnsson hefur veriđ ráđinn sveitarstjóri Ţingeyjarsveitar.

Jón Hrói nýr sveitarstjóri Ţingeyjarsveitar
Almennt - - Lestrar 190

Gerđur Sigtryggsdóttir og Jón Hrói Finnsson.
Gerđur Sigtryggsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Jón Hrói Finnsson hefur veriđ ráđinn sveitarstjóri Ţingeyjarsveitar.

Fram kemur í tilkynningu ađ alls sóttu 10 umsćkjendur um starfiđ og ţrír drógu umsóknir sínar til baka.

Jón Hrói er međ embćttispróf (Cand.sci.pol.) og BA próf í stjórnsýslufrćđum frá Aarhus Universitet í Danmörku. Hann hefur starfađ sem stjórnsýsluráđgjafi frá árinu 2019, m.a. fyrir Ţingeyjarsveit í ađdraganda og framhaldi af sameiningu sveitarfélaganna. Sem ráđgjafi hefur Jón Hrói unniđ ýmis verkefni fyrir sveitarfélög, ráđuneyti og opinberar stofnanir. Verkefnin hafa međal annars snúiđ ađ stefnumótun, valkostagreiningum, rekstrarúttektum, endurskipulagningu rekstrareininga og hönnun verkferla.

Jón Hrói hefur víđtćka reynslu af störfum í stjórnsýslu sveitarfélaga, en hann hefur starfađ sem sviđsstjóri búsetusviđs Akureyrarbćjar, sviđsstjóri velferđar- og mannréttindasviđs Akraneskaupstađar og sem sveitarstjóri Svalbarđsstrandarhrepps á árunum 2010-2014. Í kjölfar sameiningar Fjallabyggđar var Jón Hrói ţróunarstjóri sveitarfélagsins og hafđi umsjón međ samţćttingu sameinađra sveitarfélaga. Ţar áđur var hann ráđgjafi hjá ParX – viđskiptaráđgjöf IBM.

Ađ auki hefur Jón Hrói hefur setiđ í ýmsum stjórnum og nefndum, s.s. í stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarđar, Minjasafnsins á Akureyri og Leikfélags Akureyrar.

Á heimasíđu Ţingeyjarsveitar er Jón Hrói bođinn velkominn til starfa, en fyrsti starfsdagur hans sem sveitarstjóri var 1. september.

Á međfylgjandi mynd eru Gerđur Sigtryggsdóttir, oddviti sveitarstjórnar og Jón Hrói Finnsson nýráđinn sveitarstjóri viđ undirritun ráđningarsamnings í Skjólbrekku 31. ágúst 2022.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744