Jón Friðrik og Hulda Ósk fyrst í mark í GamlárshlaupinuÍþróttir - - Lestrar 786
Hlaupahópurinn Skokki á Húsavík hélt Gamlárshlaupið í sjötta sinn í gær.
Við endamarkið voru að venju veitt útdráttarverðlaun og notið gestrisni Sundlaugar Húsavíkur. Vert er að þakka eftirfarandi aðilum fyrir veittan stuðning og aðstoð; Kiwanis á Húsavík, Landsbankanum, Íslandsbanka, Ísfelli, Skóbúð Húsavíkur, Framsýn – stéttarfélagi, Samkaup – Kaskó, Tákn – sportvöruverslun, Háriðjunni, Sundlaug Húsavíkur, Bílaleigu Húsavíkur, MS og Lyfju.
Starfsmenn hlaupsins voru Fríður Helga Kristjánsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson og Hafdís Gunnardóttir. Vert er að þakka þeim fyrir þeirra góða framlag segir í fréttatilkynningu.
Hér má lesa öll úrslit hlaupsins
Á ráslínunni.
Hlaupið í fjörunni.
Jón Friðrik kemur í mark.
Hulda Ósk var fyrst kvenna og fékk einnig glæsileg útdráttarverðlaun….
Líkt og Heiðar Hrafn Halldórsson….
…og Rebekka Ásgeirsdóttir.
Myndirnar tók Fríður Helga Kristjánsdóttir og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.