Jón Friðrik og Hulda Ósk fyrst í mark í Gamlárshlaupinu

Hlaupahópurinn Skokki á Húsavík hélt Gamlárshlaupið í sjötta sinn í gær.

Í upphafi hlaups.
Í upphafi hlaups.

Hlaupahópurinn Skokki á Húsavík hélt Gamlárshlaupið í sjötta sinn í gær. 

Hlaupið hófst kl. 13:00 við Sundlaug Húsavíkur. Allar aðstæður til útiveru og hlaups voru nærri hinar bestu, hægviðri, bjart, 4 stiga hiti og hlaupaleiðin (Sundlaugar – sláturhús-hringurinn) ísilögð að hluta.

Hlaupinu var að venju startað með flugeld og +i þetta sinn voru 34 þátttakendur. Jón Friðrik Einarsson kom léttskokkandi fyrstur í mark í 10 km. hlaupinu á tímanum 43:51. Í 5 km. hlaupinu gaf Hulda Jónsdóttir ekkert eftir og varð hlutskörpust enn eitt árið á tímanum 20:34.

 

Við endamarkið voru að venju veitt útdráttarverðlaun og notið gestrisni Sundlaugar Húsavíkur. Vert er að þakka eftirfarandi aðilum fyrir veittan stuðning og aðstoð; Kiwanis á Húsavík, Landsbankanum, Íslandsbanka, Ísfelli, Skóbúð Húsavíkur, Framsýn – stéttarfélagi, Samkaup – Kaskó,  Tákn – sportvöruverslun, Háriðjunni, Sundlaug Húsavíkur, Bílaleigu Húsavíkur, MS og Lyfju.

Starfsmenn hlaupsins voru Fríður Helga Kristjánsdóttir,  Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson og Hafdís Gunnardóttir. Vert er að þakka þeim fyrir þeirra góða framlag segir í fréttatilkynningu. 

Hér má lesa öll úrslit hlaupsins

Skokki

Á ráslínunni.

Skokki

Hlaupið í fjörunni.

Skokki

Jón Friðrik kemur í mark.

Skokki

Hulda Ósk var fyrst kvenna og fékk einnig glæsileg útdráttarverðlaun….

Skokki

Líkt og Heiðar Hrafn Halldórsson….

Skokki

…og Rebekka Ásgeirsdóttir.

Myndirnar tók Fríður Helga Kristjánsdóttir og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744