Jóhannes Sigurjónsson er látinn

Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri frá Húsavík lést á Landspítalanum viđ Hringbraut í gćr, 9. júní og var hann 68 ára ađ aldri.

Jóhannes Sigurjónsson er látinn
Almennt - - Lestrar 317

Jóhannes Sigurjónsson.
Jóhannes Sigurjónsson.

Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri frá Húsavík lést á Landspítalanum viđ Hringbraut í gćr, 9. júní og var hann 68 ára ađ aldri.

Jóhannes var fćddur í Bolungarvík 16. febrúar 1954 en flutti til Húsavíkur 1957 ţar sem hann bjó ađ mestu til ćviloka.

Hann var sonur hjónanna Herdísar Guđmundsdóttur og Sigurjóns Jóhannessonar, nćstelstur í hópi sex systkina.

Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum viđ Tjörn 1974 og stundađi nám í ensku og íslensku viđ HÍ 1974–1978. Hann starfađi sem blađamađur og ritstjóri á Húsavík samfellt frá 1979 ţar til hann lét af störfum 2020. Hann var einn af stofnendum Víkurblađsins á Húsavík sem hóf göngu sína 1979 og kom út samfellt til 1996. Hann var um skeiđ blađamađur á Degi ţar til hann tók viđ ritstjórn Skarps 2002. Jóhannes sat í stjórn Samtaka bćjar- og hérađsfréttablađa 1991–1992 og var virkur í starfi félagsins um langt skeiđ.

Eftir Jóhannes hafa komiđ út ţrjú kver af Sönnum ţingeyskum lygasögum auk ljóđabókarinnar Ćpt varlega. Ţá skrifađi hann nokkur leikrit, söngtexta, greinar og viđtöl í ýmis tímarit og bćkur. Jóhannes lćtur eftir sig fimm börn. Fréttablađiđ sagđi frá láti Jóhannesar.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744