Jakob Sævar hraðskákmeistari Goðans 2011Íþróttir - - Lestrar 255
Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á hraðskákmóti Goðans sem var haldið í gærkveldi. Jakob vann sigur í fyrstu 10 skákunum og var því búinn að tryggja sér sigurinn fyrir lokumferðina, en Jakob tapaði fyrir Heimi Bessasyni í 11. umferð. Jakob Sævar er því hraðskákmeistari Goðans 2011.
Sigurður Ægisson frá Siglufirði, varð í öðru sæti með 9,5 vinninga, en þar sem hann er ekki félagsmaður í Goðanum hreppti Hermann Aðalsteinsson silfurverðlaun með 8,5 vinninga og Smári Sigurðsson krækti í bronsverðlaun með 7 vinningum.
Einungis 12 keppendur tóku þátt í mótinu í þetta skiptið, sem er verulega minni þátttaka en er venjulega á hraðskákmóti Goðans.
Hér má skoða úrslit skáka og lokastöðu mótsins.