21. apr
Jakob Sævar héraðsmeistari í skákÍþróttir - - Lestrar 246
Jakob Sævar Sigurðsson vann nokkuð öruggan sigur á héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór í Litlulaugaskóla í Reykjadal í gærkvöld.
Jakob fékk 7,5 vinninga af 8 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Rúnari Ísleifssyni. Rúnar og Smári Sigurðsson urðu jafnir að vinningum í 2-3 sæti með 6,5 vinninga hvor en Rúnar hreppti annað sætið á stigum.
Lesa má nánar um mótið á heimasíðu Goðans.