12. jan
Jafnréttisstofa með fyrirlestur hjá VölsungiÍþróttir - - Lestrar 441
Jafnréttisstofa heimsótti Völsung í gær, sunnudag, og hélt fyrir-lestur.
Allir þjálfarar og stjórnarmenn á vegum félagsins voru hvattir til að mæta og kynna sér málið. Einnig mætti fulltrúi frá HSÞ á fyrirlesturinn.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, talaði og fjallaði hún um staðalmyndir kynjanna og skyldur íþróttafélaga samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Á heimasíðu Völsungs segir að fyrirlesturinn hafi verið áhugaverður í allastaði og muni nýtast við áframhaldandi vinnu Völsungs að inngöngu í fyrirmyndarfélag ÍSÍ.