Jafntefli og tap hjá meistaraflokkum Völsungs

Karla- og kvennalið Völsungs í knattspyrnu spiluðu bæði í gær, sunnudag.

Jafntefli og tap hjá meistaraflokkum Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 334

Karla- og kvennalið Völsungs í knattspyrnu spiluðu bæði í gær, sunnudag.

Karlaliðið mætti liði Njarðvíkur í kaflaskiptum leik í Njarðvík. Völsungur komust í 0-2 með mörkum frá Arnþóri Hermannssyni og Jóhanni Þórhallssyni.

Í síðari hálfleik blésu Njarðvíkurmenn til sóknar og uppskáru 2 mörk og enduðu leikar því 2-2.

Kvennaliðið fór á Sauðárkrók og mættu heimastúlkum í Tindastól. Völsungar sáu aldrei til sólar í Skagafirðinum og heimakonur voru komnar í 5-0 snemma leiks. Í síðari hálfleik skoruðu Stólarnir eitt mark til viðbótar og þar við sat. 6-0 fyrir Tindastól.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744