Jafntefli gegn Njarðvík

Völsungur gerði jafntefli á heimavelli gegn Njarðvíkingum í dag.

Jafntefli gegn Njarðvík
Íþróttir - - Lestrar 306

Olgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir Völsung í dag.
Olgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir Völsung í dag.

Völsungur gerði jafntefli á heimavelli gegn Njarðvíkingum í dag.

Olgeir Sigurgeirsson kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik og þar við sat þegar gengið var til leikhlés. 

Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik jafnaði Ari Steinn Guðmundsson fyrir gestina.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Völsungur án sigurs eftir fimm umferðir í 2. deildinni. Hafa gert þrjú jafntefli og tapað tvisvar  og sitja í 10. sæti með 3 stig.

Olgeir Sigurgeirsson Völsungi

Olgeir Sigurgeirsson skoraði mark Völsunga í dag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744