Jafntefli gegn KFR

Völsungur mætti KFR í 3. deild karla sl. sunnudag á Húsavík.

Jafntefli gegn KFR
Íþróttir - - Lestrar 319

Völsungar sækja að marki KFR.
Völsungar sækja að marki KFR.

Völsungur mætti KFR í 3. deild karla sl. sunnudag á Húsavík.

Völsungar komust yfir á 19. mín. þegar Jóhann Þórhalsson skoraði en gestirnir jöfnuðu eftir rúmlega hálftíma leik. Þar var að verki Þórhallur Lárusson.

Fimm mínútum síðar kom Arnþór Hermansson heimamönnum í 2-1 en Goran Jovanovski jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok og leikurinn endaði 2-2.

Völsungur er í 6.sæti þriðju deildar með fjögur stig eftir fjóra leiki og nokkuð ljóst að strákarnir verða girða sig í brók og fara að vinna leiki.

Arnþór Hermannsson.

Arnþór Hermannsson skoraði síðara mark Völsungs gegn KFR.
 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744