Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands við Leirhnjúk

Sleðahundaklúbbur Íslands hélt sitt annað Íslandsmeistaramót á Mývatni við Leirhnjúka á laugardaginn. Keppnin hófst að morgni í þar sem keppt var á

Sigurður B. Baldvinsson á leið í mark.
Sigurður B. Baldvinsson á leið í mark.

Sleðahundaklúbbur Íslands hélt sitt annað Íslandsmeistaramót á Mývatni við Leirhnjúka á laugardaginn. Keppnin hófst að morgni í þar sem keppt var á hundasleðum og voru 12 keppendur mættir til keppni.

Allir luku keppni en úrslitin eru:

 Í keppnisgreininni,  5 km á hundasleða með 3-4 hunda:

* Í fyrsta sæti: Sigurður B. Baldvinsson á tímanum 17 mínútur og 5 sekúndur

* Í öðru sæti: Olga Rannveig Bragadóttir á tímanum 18 mínútur

* Í þriðja sæti: Claire Thuilliez á tímanum 18 mínútur og 20 sekúndur

 Í keppnisgreininni,  5 km á hundasleða með 2 hunda:

* Í fyrsta sæti: Guðbjörg Lára Sigurðardóttir á tímanum 26 mínútur og 57 sekúndur

* Í öðru sæti: Þorkell Magnússon á tímanum 48 mínútur og 25 sekúndur

Í keppnisgreininni,  5 km á hundasleða með 2 hunda, ungmennaflokki, urðu úrslit þessi:

* Í fyrsta sæti: Kolbeinn Ísak Hilmarsson á tímanum 20 mínútur og 34 sekúndur

* Í öðru sæti: Þórdís Rún Káradóttir á tímanum 29 mínútur og 25 sekúndur

Eftir hádegi var keppt í Skijöring, 16 keppendur voru mættir til leiks.

Keppt var í þrem flokkum, karla-, kvenna- og barnaflokki, sem og í keppninni fyrr um daginn luku allir keppendur keppni.  Úrslit urðu þessi:

Í keppnisgreininni,  2 km á gönguskíðum með 1-2 hunda hunda karlaflokki urðu úrslit þessi:

* Í fyrsta sæti: Sigurður B. Baldvinsson á tímanum 8 mínútur og 59 sekúndur

* Í öðru sæti: Logi Pálsson á tímanum 9 mínútur og 41 sekúndur

* Í þriðja sæti: Sæmundur Þór Sigurðsson á tímanum 10 mínútur og 9 sekúndur

Í keppnisgreininni,  2 km á gönguskíðum með 1-2 hunda hunda kvennaflokki urðu úrslit þessi:

* Í fyrsta sæti: Claire Thuilliez á tímanum 8 mínútur og 57 sekúndur

* Í öðru sæti: Olga Rannveig Bragadóttir á tímanum 10 mínútur og 6 sekúndur

* Í þriðja sæti: Edda Pálsdóttir á tímanum 11 mínútur og 12 sekúndur

Í keppnisgreininni, 1 km Skijöring barnaflokkur 12-18 ára urðu úrslit

þessi:

* Í fyrsta sæti:  Iðunn Pálsdóttir á tímanum 6 mínútur og 8 sekúndur

* Í öðru sæti: Andrea Ylfa Benediktsdóttir á tímanum 6 mínútur og 14 sekúndur

Claire Thuilliez hlaut viðurkenningu fyrir besta tíma keppanda í braut í 2 km Skijöring.


Sledahundar

Hér koma fyrstu keppendurnir í mark.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Sigurður Magnússon.

Fréttatilkynning.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744