Völsungur eignaðist Íslandsmeistaralið í Boccia um helgina

Bocciadeild Völsungs lagði land undir fót sl. föstudag og fór alla leið suður í Keflavík til keppa á Íslandsmóti í liðakeppni.

Olli, Hildur og Sigurður Helgi glöð með árangurinn
Olli, Hildur og Sigurður Helgi glöð með árangurinn

Bocciadeild Völsungs lagði land undir fót sl. föstudag og fór alla leið suður í Keflavík til keppa á Íslandsmóti í liðakeppni.

Á Fésbókarsíðu Bocciadeildar Völsungs segir að öll liðin hafi staðið sig frábærlega og fóru fjögur lið af fimm áfram í undanúrslit.

Það fór svo að lokum að spútnikliðið Völsungs, skipað þeim Hildi Sigurgeirsdóttur, Sigurðii Helga Friðnýjarsyni og Ólafi Karlssyni lönduðu Íslandsmeistaratitli í 3. deild. 

Allir afskaplega sælir og glaðir með gengi okkar fólks á mótinu segir einnig á fésbókarsíðunni en þaðan er meðfylgjandi mynd fengin.

Íslandsmeistarar 3. deildar í Boccia

Íslandsmeistararnir í 3. deild liðakeppni í boccia. Fv. Ólafur Karlsson, Hildur Sigurgeirsdóttir og Sigurður Helgi Friðnýjarson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744