Íslandsglíman – Pétur Þórir í öðru sætiÍþróttir - - Lestrar 315
Íslandsglíman fór fram sl. laugardag í íþróttahúsi Iðu á Selfossi. 18 keppendur mættu til keppni 6 konur og 12 karlar. Í karlaflokki sigraði Pétur Eyþórsson Glímufélaginu Ármanni nokkuð örugglega og fékk hann enga byltu.
Þetta var í 8. sinn sem Pétur hlýtur Grettisbeltið og titilinn “Glímukóngur Íslands” og hefur aðeins einum manni tekist að sigra oftar í rúmlega 100 ára sögu um þennan merkis grip. Pétur Þórir Gunnarsson varð í öðru sæti, Bjarni Þór Gunnarsson varð í 7. sæti og Einar Eyþórsson varð í 11. sæti, en þeir eru allir í Mývetningi.
Á meðfylgjandi mynd eru Jón Smári Eyþórsson, Einar Eyþórsson, Pétur Eyþórsson, Pétur Þórir Gunnarsson og Bjarni Þór Gunnarsson allir frá Baldursheimi í Mývatnssveit. Mynd: Gunnar Þór Brynjarsson.
Sjá nánar á 641.is