24. mar
Ísfell opnar verslun á HafnarstéttinniAlmennt - - Lestrar 654
Ísfell opnaði nýja verslun að Suðurgarði 2 í gær þar veiðarfæragerð fyrirtækisins er einnig til húsa.
Í versluninni verður höndlað með útivistarfatnað og gönguskó frá Icewear ásamt því að vinnu-fatnaður til sjós og lands verður á sínum stað.
Hafdís Gunnarsdóttir er verslunarstjóri og Kári Páll Jónasson veitir veiðafæragerðinni forstöðu sem fyrr.
Hafdís Gunnarsdóttir verslunarstjóri og Kristín Káradóttir við afgreiðslu í dag.
Í verslun Ísfells að Suðurgarði 2.