Ingibjörg og Óli Mærudagsmeistarar í strandblaki

Hið árlega Mærudagamót í Strandblaki fór fram í Suðurfjöru í gær, fimmtudag. Alls voru 12 lið skráð til leiks og keppt var á tveimur völlum, en alls voru

Ingibjörg og Óli Mærudagsmeistarar í strandblaki
Íþróttir - - Lestrar 835

Tvær hressar úr bleika hverfinu.
Tvær hressar úr bleika hverfinu.

Hið árlega Mærudagamót í Strandblaki fór fram í Suðurfjöru í gær, fimmtudag. Alls voru 12 lið skráð til leiks og keppt var á tveimur völlum, en alls voru spilaðir 22 leikir.

Mikil og skemmtileg tilþrif sáust í blakinu í gær, margir voru vel skrýddir í tilefni Mærudaga. Yngsti keppandinn var tólf ára gamall en flestir keppenda komu úr röðum blaköldunga Völsungs.

Mærudagameistarar í ár eru hjónin Ingibjörg og Óli, í öðru sæti eru blaktöffararnir Bjarni Páll og Siggi og í því þriðja Svenna&Bjargar synir,  Daníel og Bjarki. Blakhjónin Eyja og Trausti voru í fjórða sæti.

Keppt var í tveggja manna liðum en nokkur hópur blakara hefur leikið sér í fjörunni í sumar þegar vel viðrar og gert er ráð fyrir að blaknetið muni standa uppi í fjörunni  fram eftir ágúst mánuði.

Strandblakið er orðinn fastur liður í dagskrá Mærudaga og vill mótsstjórn þakka keppendum og áhorfendum fyrir ánægjulegt mót.

Gleðilega Mærudaga.

Blakdeild Völsungs.

Blak1

Mærudagsmeistararnir Óli og Ingibjörg.

Blak2

Blaktöffararnir Bjarni Páll og Siggi voru í öðru sæti.

Blak3

Daníel og Bjarki synir Bjargar og Svenna náðu þriðja sætinu.

Blak4

Blakhjónin Eyja og Trausti voru í fjórða sæti.

Blak6

Tilþrifin voru mörg og glæsileg á Mærudagsmótinu í strandblaki.

Ljósmyndirnar tók Ella Sig.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744