Íbúafundir í Norðurþingi

Bæjarstjórn Norðurþings stendur fyrir íbúafundum í sveitarfélaginu í október.

Íbúafundir í Norðurþingi
Fréttatilkynning - - Lestrar 220

Bæjarstjórn Norðurþings stendur fyrir íbúafundum í sveitarfélaginu í október.

Íbúar eru hvatttir til að mæta og koma sjónarmiðum og hugmyndum  sínum á framfæri sem stuðla geti að betra samfélagi fyrir okkur öll.

Fundirnir verða eins og hér segir;

  • Húsavík og nágrenni 23. október kl. 20:00.  Húsnæði Framhaldsskólans á Húsavík.
  • Raufarhöfn, 24. október kl. 17:00.  Grunnskólinn Raufarhöfn
  • Kópasker, Öxarfjörður og Kelduhverfi, 24. október kl. 20:00.  Mötuneyti Öxarfjarðarskóla.

Stefnt er á að fyrirkomulag verði með eftirfarandi hætti. Fundarmenn skipta sér í þrjá hópa eftir áhugasviði og eru þeir sem hér segir:

Félagsmálahópur, Æskulýðsmál, Menningarmál, Menntamál, Félagsþjónusta

Umhverfishópur, Skipulagsmál, Úrgangsmál, Framkvæmdir, Samgöngumál

Atvinnumálahópur, Fjármál, Byggðakvóti, Orkumál / nýting – tækifæri, Nýsköpun

 

Að lokinni hópavinnu verður gert grein fyrir helstu niðurstöðum og þær teknar til umræðu í lok fundar.

Ungir sem aldnir íbúar í Norðurþingi eru hvattir til að mæta og nýta tækifærið að koma skoðunum og hugmyndum sem kviknað hafa t.d. við eldhúsborðið eða á kaffistofunni á framfæri við stjórnendur sveitarfélagsins.

F.h. bæjarstjórnar

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744