Hvenær sérðu ljósið Möller ?

Enn og aftur verðum við Norðlendingar vitni af því hversu ómögulegur flugvöllurinn á Akureyri er til millilandaflugs því ítrekað hefur orðið að vísa vélum

Hvenær sérðu ljósið Möller ?
Aðsent efni - - Lestrar 322

Friðrik Sigurðsson
Friðrik Sigurðsson

Enn og aftur verðum við Norðlendingar vitni af því hversu ómögulegur flugvöllurinn á Akureyri er til millilandaflugs því ítrekað hefur orðið að vísa vélum annað.  Þeir sem ætla að nota flugvöllinn á Akureyri til millilandaflugs geta því átt von á því að sitja í rútum í þrjár klukkustundir til Egilsstaða.  

 

Í Aðaldal við Húsavík er besti flugvöllur á Norðurlandi.  Besti flugvöllur Norðurlands til millilandaflugs og trúlega best staðsetti flugvöllur Norðurlands ef tillit er tekið til erlendra gesta sem koma norður og ætla að skoða náttúruperlurnar í Þingeyjarsýslu. 

Samgönguráðherra Kristján Möller hafnaði hugmyndum mínum um að efla Aðaldalsflugvöll og sagðist aðeins ætla að styðja flug á Akureyri. 

Er ekki komin tími til að skipta um skoðun Kristján?
Leggjumst á árarnar og hefjum undirbúning á millilandaflugvelli í Aðaldal.

Vaðlaheiðargöng

Þegar göngin verða tilbúin þá geta Akureyringar rennt sér á 30 mínútum á góðan alþjóðaflugvöll sem verður alltaf opinn, ólíkt þeim sem nú er til staðar í löngum Eyjafirði með þrönga fjallgarða til beggja hliða og háa fjallatoppa til suðurs. 

Möller sjáðu nú ljósið og vertu með!

Friðrik Sigurðsson

Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Norðuþingi, búsettur á Húsavík 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744