Húsfyllir á 1. maí hátíðarhöldum stéttarfélaganna í ÞingeyjarsýslumAlmennt - - Lestrar 378
Húsfyllir var á 1. maí hátíðar-höldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag.
Að þessu sinni fóru þau fram á Fosshótel Húsavík og hófst dagskráin á kraftmikilli barátturæðu dagsins sem Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti.
Hér má lesa ræðu varaformanns Framsýnar
Boðið var upp á kaffihlaðborð af bestu gerð frá hótelinu og þá sáu heimamenn í bland við góða gesti um að skemmta gestum með tónlistaratriðum.
Steingrímur Hallgrímsson spilaði Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins.
Hljómsveitin Ford Cortina flutti nokkur lög, fv. Unnsteinn Ingi Júlíusson, Daníel Borgþórsson og Edda Björg Sverrisdóttir.
Hljómsveitin Tjarnastrengir úr Stórutjarnaskóla kom fram undir stjórn Mariku Alavere.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Grétar Örvarsson fluttu nokkur eftirlætislög Íslendinga.
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari.