Húsfyllir á 1. maí hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Húsfyllir var á 1. maí hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag.

Ósk Helgadóttir ræðumaður dagsins.
Ósk Helgadóttir ræðumaður dagsins.

Húsfyllir var á 1. maí hátíðar-höldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag.

Að þessu sinni fóru þau fram á Fosshótel Húsavík og hófst dagskráin á kraftmikilli barátturæðu dagsins sem Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti.

Hér má lesa ræðu varaformanns Framsýnar

Boðið var upp á kaffihlaðborð af bestu gerð frá hótelinu og þá sáu heimamenn í bland við góða gesti um að skemmta gestum með tónlistaratriðum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Steingrímur Hallgrímsson spilaði Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Hljómsveitin Ford Cortina flutti nokkur lög, fv. Unnsteinn Ingi Júlíusson, Daníel Borgþórsson og Edda Björg Sverrisdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Hljómsveitin Tjarnastrengir úr Stórutjarnaskóla kom fram undir stjórn Mariku Alavere.       

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Ragnheiður Gröndal og  Grétar Örvarsson fluttu nokkur eftirlætislög Íslendinga.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744