07. mar
Hulda Ósk farin í KRÍþróttir - - Lestrar 502
Völsungurinn Hulda Ósk Jónsdóttir hefur gengið til liðs við KR í kvennaknattspyrnunni.
Hulda er á yngsta árinu í 2. flokki en hefur þegar leikið 17 leiki með mfl. Völsungs í deild og bikar og skorað níu mörk. Hún hefur einnig leikið þrjá leiki með U16-landsliðinu og skorað fimm mörk í 12 leikjum með U17-landsliðinu.
Hulda var nýlega valin í U19-landsliðið sem leikur við Finna í næstu viku. (kr.is)