HSN rekin með afgangi fyrstu 8 mánuði ársins

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur gengið vel fyrstu átta mánuði þessa árs og er stofnunin rekin með afgangi.

HSN rekin með afgangi fyrstu 8 mánuði ársins
Almennt - - Lestrar 179

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur gengið vel fyrstu átta mánuði þessa árs og er stofnunin rekin með afgangi. 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til við samruna sex heilbrigðisstofnana 1. október 2014 og er nú á sínu fyrsta starfsári.

Í fréttatilkynningu segir að það sé sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að samanlagður halli allra stofnanna sem sameinuðust í Heilbrigðisstofnun Norðurlands nam 79 milljónum á árinu 2014. 

Á þessu fyrsta ári hefur farið mikil vinna í að koma á innra skipulagi, samræma og formfesta starfsemina og sameina upplýsingakerfi. Þjónusta við skjólstæðinga hefur að mestu haldist óbreytt en hagrætt hefur verið i mönnun þar sem rekstrarvandi var mestur. Mönnun hefur hefur þó lítillega verið aukin á nokkrum starfsstöðvum til að mæta eftirspurn eftir þjónustu. 

Í framlögðum fjárlögum fyrir árið 2016 er ýmislegt  jákvætt og má þar sérstaklega nefna aukin framlög til heimahjúkrunar og sálfræðiþjónustu. Mun stofnunin styrkja þessa þjónustuþætti á árinu 2016.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744