Hróđný Lund nýr félagsmálastjóri NorđurţingsAlmennt - - Lestrar 644
Hróđný Lund hefur veriđ ráđin í starf félagsmálastjóra Norđurţings.
Hróđný lauk B.Sc. prófi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri áriđ 2012.
Hún hefur unniđ á Heilbrigđisstofnun Norđurlands (HSN) á Húsavík, áđur Heilbrigđisstofnun Ţingeyinga frá árinu 2001, fyrst viđ umönnun sem sjúkraliđi, en frá 2011 sem hjúkrunarfrćđingur á sjúkradeild og öldrunardeild.
Frá árinu 2016 hefur hún sinnt stjórnunarstöđu sem yfirhjúkrunarfrćđingur á Hvammi, dvalarheimili aldrađra á Húsavík og sinnt rekstri heimilisins sem slíkur. Samhliđa hefur hún veriđ verkefnisstjóri hjúkrunarrýma HSN. Á Hvammi hefur hún haft forráđ um 40 starfsmanna sem og yfirumsjá međ ţjónustu viđ 60 íbúa.
Hróđný hefur setiđ ýmis námskeiđ og fagráđstefnur tengt störfum sínum og fagi sem og stjórnendanámskeiđ tengd ţjónandi leiđsögn og námskeiđum um áhugahvöt og áhugahvetjandi samtal.
Hróđný hefur jafnframt veriđ virk í félagsstarfi innan félags stjórnenda í öldrunarţjónustu, veriđ vara sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Norđurţings frá 2014-2018, setiđ í félagsmálanefnd sveitarfélagsins undanfarin fjögur ár sem og setiđ í stjórn Hvamms, dvalarheimilis aldrađra frá 2014-2016.
Hróđný mun hefja störf á nćstunni. (nordurthing.is)