27. okt
Hrannar Björn genginn til liðs við KAÍþróttir - - Lestrar 483
Hrannar Björn Steingrímsson fyrirliði Völsungs í knattspyrnu skrifaði í dag undir samning við KA.
Þetta kemur fram á vefsíðunni nordursport.net en þar segir jafnframt að Hrannar Björn, sem fæddur er 1992, hafi allan sinn feril leikið með Völsungi en hans fyrsta tímabil með meistaraflokki var árið 2008.
Bróðir Hrannars, Hallgrímur Mar, spilaði stórt hlutverk hjá KA síðast liðið sumar og það gerði Bjarki Baldvinsson einnig.