HR og HA í samstarf um BSc-nám í tölvunarfrćđi á AkureyriFréttatilkynning - - Lestrar 547
Háskólinn í Reykjavík mun bjóđa upp á BSc-nám í tölvunarfrćđi á Akureyri frá og međ nćsta vetri, í samstarfi viđ Háskólann á Akureyri. Háskólarnir hafa veriđ í samstarfi um tveggja ára diplómanám í tölvunarfrćđi undanfarin tvö ár og munu fyrstu nemendurnir sem stundađ hafa diplómanámiđ í tölvunarfrćđi á Akureyri, í samstarfi HR og HA, útskrifast í vor. Athöfn í tilefni brautskráningarinnar verđur haldin í Háskólanum á Akureyri 6. júní nćstkomandi kl. 15.
Nám í tölvunarfrćđi á Akureyri er sveigjanlegt nám, ađ hluta fjarnám og ađ hluta stađarnám. Fyrirlestrar eru haldnir í HR og teknir upp og hlađiđ á netiđ eđa streymt í kennslustofu í HA. Verklegir tímar og dćmatímar eru hins vegar haldnir í Háskólanum á Akureyri og nemendur njóta í ţeim ađstođar kennara á stađnum.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir: "Međ ţví ađ bjóđa nám í tölvunarfrćđi á Akureyri, í samstarfi viđ HA, viljum viđ koma til móts viđ nemendur sem búsettir eru á Norđurlandi og jafnframt svara kalli atvinnulífsins eftir fleiri sérfrćđingum á sviđi upplýsingatćkni. Ţađ er okkur mikil ánćgja ađ geta nú bođiđ nemendum okkar ađ ljúka grunnnámi í tölvunarfrćđi á Akureyri."
Tölvunarfrćđideild Háskólans í Reykjavík er stćrsta tölvunarfrćđideild landsins. Áriđ 2016 brautskráđust 189 nemendur frá deildinni. Deildin hefur allt frá stofnun lagt metnađ í ađ útskrifa vel menntađ og hćft starfsfólk fyrir upplýsingatćknigeirann ásamt ţví ađ undirbúa nemendur fyrir frekara nám. Í dag stunda yfir 800 nemendur nám viđ deildina á fjölbreyttum sviđum upplýsingatćkni, s.s. tölvunarfrćđi, tölvunarstćrđfrćđi, upplýsingastjórnun og hugbúnađarverkfrćđi.