Sjálfheldumaðurinn hólpinn

Maðurinn sem lenti í sjálfheldu í snarbröttum hlíðum Gunnólfsvíkurfjalls síðdegis í gær er hólpinn eftir umfangsmikla og afar krefjandi björgunaraðgerð.

Sjálfheldumaðurinn hólpinn
Almennt - - Lestrar 264

Af vettvangi aðgerðarinnar.
Af vettvangi aðgerðarinnar.

Maðurinn sem lenti í sjálfheldu í snarbröttum hlíðum Gunnólfs-víkurfjalls síðdegis í gær er hólpinn eftir umfangsmikla og afar krefjandi björgunaraðgerð.

Á vef RÚV segir að björgunarliðið hafi náð til hans um klukkan hálfþrjú í nótt, eftir nokkurra klukkustunda hættuför í myrkri og bleytu.

Þar með var ekki allt búið enn, því ferðin frá syllunni sem maðurinn var fastur á og niður í fjöruna tók um tvær klukkustundir.

Tveir hundar voru í för með manninum, og héldu á honum hita. Lesa meira

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744