29. nóv
Hlynur, Ari og Hafþór héraðsmeistarar í skákÍþróttir - - Lestrar 196
Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri var haldið í Dalakofanum á Laugum í Reykjadal í dag.
Góð þátttaka var í mótinu en 22 keppendur frá 6 félögum (innan HSÞ) tóku þátt í því. Hlynur Snær Viðarsson (Völsungi) vann allar sínar 7 skákir og stóð uppi sem sigurvegari í flokki 13-16 ára.
Ari Rúnar Gunnarsson (Mývetningi) vann sigur í flokki 9-12 ára með 5 vinninga og Hafþór Höskuldsson (Bjarma) vann sigur í flokki 8 ára og yngri með 3 vinninga.
Sjá nánar um mótið á heimasíðu Goðans